Ráðgjafar Ásgarðs hafa frá árinu 2017 aðstoðað skóla við að innleiða námsvísa þar sem grunnþættir menntunnar marka áherslur vetrarins í sex meginþemum yfir skólaárið. Námsvísarnir eru sjónrænt skipulag á fyrirhuguðu námi skólaársins og eru gjarnan gerðir í þriggja til fjögurra ára rúllum.
Námsvísar eru einföld leið til þess að ákveða þau megin námsmarkmið sem fyrirhugað er að eigi sér stað á komandi skólaári. Námsvísarnir eins og þeir hafa verið settir fram með samstarfsskólum Ásgarðs gera ráð fyrir því að sex eða færri meginþemu leiði námið á skólaárinu með grunnþætti menntunnar að leiðarljósi. Þannig hafa grunnþættir menntunnar skýr áhrif á val náms í viðkomandi skóla eða á viðkomandi skólastigi.
Á undanförnum árum hafa bæst við kennarateymi sem innan skólanna nýta sér námsvísa til þess að koma sér saman um nám vetrarins og með tímanum safnast námsvísar saman í nokkura ára rúllur sem verða lagðar til grundvallar í framtíðar skipulagi.
Fyrirmynd námsvísanna er að finna hjá IB skólum sem starfa víða um heim en þeirra námsvísar byggja á grunnstoðum sem stefna IB skólanna leggur. Ráðgjafar Ásgarðs gerðu fyrsta námsvísinn í samstarfsverkefni við Menntmálastofnun um að innleiða grunnþáttinn lýðræði og mannréttdindi. Uppfrá því undir leiðsögn ráðgjafa Ásgarðs, hófu nokkrir skólar tilraunastarfsemi með námsvísa og þeir sem hvað lengst hafa unnið með námsvísa eru Grunnskólinn á Hólmavík, Patreksskóli, Grunnskólinn í Bolungarvík, Tálknafjarðarskóli og nú í seinni tíð hafa fjölmargir stærri skólar bæði í Kópavogi, á Akureyri, í Reykjavík og um allt land tekið upp sjónræna námsvísa. Sá námsvísir sem hefur þróast yfir að ná yfir allt skólastarf er námsvísir Ásgarðsskóla - skóla í skýjunum en hann nær yfir allt nám skólaársins.
Meginmarkmið með vinnu með námsvísa er að finna með hverjum skóla eða kennarateymi fyrir sig bestu leiðirnar til þess að vísa veginn, efla og skýra námsmarkmið með skólastarfinu og setja fram á skilmerkan og skiljanlegan hátt. Samhliða gerð sjónrænna og einfalda námsvísa verður auðveldara fyrir kennara, nemendur, stjórnendur og skólasamfélagsins alls að vera með skýra sýn á það nám sem á sér stað á hverjum tíma í skólastarfinu. Slíkt skipulag samræmist vel markmiðum leiðsganarnáms og gæðastarfs í skólum.
Úr uppfærðum gæðaviðmiðum MMS um gæðastarf í grunnskólum.