Tungumálaskólinn - Fréttir

Til upplýsinga

Hér má sjá upplýsingar frá Tungumálaskólanum til forsjáraðila og nemenda.


Anna María Þorkelsdóttir - skólastjóri Tungumálaskólans (annamaria@ais.is) svarar fyrirspurnum um skólann, skráningar í hann og annað sem snertir reksturinn. 


Kennarar svara fyrirspurnum nemenda sem eru skráðir í skólann og forsjáraðila þeirra um námið.

Kennsla að hefjast í Tungumálaskólanum!

Fyrsti kennsludagur er mánudaginn 28. ágúst


Kæru forsjáraðilar og nemendur sem eru skráðir í norsku og sænsku. 


Kennsla í norsku og sænsku hefst þann 28. ágúst kl. 15.00 í Tungumálaskólanum sem er fjarskóli fyrir nemendur sem eru undanþegnir dönskunámi.

Starfsfólk á vegum skóla og ráðgjafarþjónustunnar Ásgarðs (www.ais.is) sjá um kennsluna og umsýsluna. Tímarnir verða á mánudögum milli klukkan 15.00 og 16.00 fram á vor. Við gerum ráð fyrir að nemendur vinni sjálfstætt á milli kennslustunda og geti vonandi nýtt tímann í skólanum á meðan aðrir nemendur eru í dönsku. Hver og einn nemandi fylgir því skóladagatali sem á við þann skóla sem viðkomandi er skráður í. 


Öll kennsla fer fram á netinu sem þýðir að gert er ráð fyrir að nemendur sæki tímana heima hjá sér og noti til þess búnað heimilisins.  Nemendur þurfa næði heimafyrir og aðgang að nettengdri tölvu með lyklaborði, myndavél og hljóðnema. Ef ekki er hægt að finna búnað heima þá biðjum við ykkur um að heyra í okkur hið allra fyrsta. 

Krakkarnir “mæta” í tímana í gegnum Zoom https://zoom.us/ - það er hægt að hlaða inn forritinu á tölvur en það er líka hægt að nota Chromebook og komast inn á Zoomið í gegnum vafra. 



Við notum námsumsjónarkerfið Askinn sem kemur í staðin fyrir bækurnar sem flestir eru vanir (www.askurinn.net) en í samræmi við menntastefnu Akureyrarbæjar og ríkisins verður nú lögð áhersla á að beita tungumálinu, byggja á styrkleikum nemenda og byggja ofan á þá hæfni sem hver og einn hefur. Öll verkefnin eru kyrfilega tengd við áherslur Aðalnámskrár Grunnskóla og áhersla lögð á lykilhæfni, samstarf og samvinnu og ábyrgð á eigin námi. Það er búið að ákveða helstu verkefni vetrarins út frá grunnþáttum menntunar.


Nýir nemendur hafa fengið innskráningarskilaboð til að komast inn í Askinn (skilaboðin koma frá Learncove). Eldri nemendur ættu að komast inn án erfiðleika. Ef að þeir hafa gleymt lykilorðinu, er hægt að biðja um nýtt. Skilaboð um nýtt lykilorð fer í tölvupóstfangið sem er tengt kerfinu fyrir nemandann. Nemendur eru beðin um að útbúa nýtt lykilorð sem þau nota til að skrá sig inn framvegis. Kennararnir hjálpa þeim að finna út úr þessu ef þetta gengur ekki áður en kennslan hefst.

 

Norskukennarinn heitir Hallbera Gunnarsdóttir norsk@ais.is og sænskukennarinn heitir Harpa Jónsdóttir svenska@ais.is

Skólastjóri tungumálaskólans er Anna María Þorkelsdóttir annamaria@ais.is - sími: 842-2466 en hún hefur yfirumsjón með starfsemi Tungumálaskóla Ásgarðs.



Við hlökkum til að hitta ykkur og vinna með ykkur í vetur.

Anna María Þorkelsdóttir

Skólastjóri Tungumálaskólans


Share by: