Blog Layout

LÆRVEST - Verklok og ráðstefnugögn

noreply • 26. apríl 2023

Það voru stoltir kennarar og ráðgjafar sem fögnuðu vel heppnaðri ráðstefnu sem 120 gestir sóttu föstudaginn 14. apríl síðastliðinn á Grand Hotel í Reykjavík. Rúmlega áttatíu kennarar úr sjö grunnskólum á Vestfjörðum hafa starfað saman í tvö ár að því að koma auga á gæði í eigin starfi og var afraksturinn kynntur á ráðstefnunni.

Framtakið hefur vakið athygli víða og mikið spurt um ráðstefnugögnin. LÆRVEST samstarfsverkefnið var styrkt af Sprotasjóði fyrir skólaárin 2021-2023, verkefnastjóri var Ásdís Snót Guðmundsdóttir skólastjóri Patreksskóla og ráðgjafar Ásgarðs sáu um kennsluráðgjöf.

Hér fyrir neðan er hægt að sækja og skoða glærur fyrirlesaranna ef einhverjir vilja nýta sér hugmyndirnar. Myndböndin hafa verið fjarlægð úr glærunum og nöfn og andlit barnanna verið hulin.

LÆRVEST er komið til að vera - á næsta ári er stefnan tekin á Hof á Akureyri þar sem fyrirhugað er að gefa enn fleiri kennurum kost á að deila gæðarýndum verkefnum sínum með öðrum kennurum.

Fylgist með - hægt er að skrá sig á póstlista Ásgarðs hér.

Kristrún Lind Birgisdóttir 

Eigandi og framkvæmdastjóri Ásgarðs 

www.ais.is  

kristrun@ais.is 

Sækja glærur ráðstefnunnar með því að smella hér 







Eftir Kristrún Birgisdóttir 25 Oct, 2024
Markmið menntastefnu Akureyrarbæjar er að skapa framúrskarandi skólastarf sem mætir þörfum allra barna, þar sem fjölbreytni og jöfnuður eru í fyrirrúmi. Öllum þeim sem koma að menntun barna er innprentað traust á getu þeirra til að læra og dafna. Samstaða fjölskyldna og skólasamfélagsins er lykillinn að því að tryggja gæði menntunar, sem er undirstaða góðs samfélags. Fræðslusvið Akureyrarbæjar hefur beitt sér fyrir því að koma á virkum gæðaráðum í öllum leik- og grunnskólum bæjarins. Þessi gæðaráð starfa samkvæmt mælikvörðum menntastefnunnar og sinna innra mati með reglubundnum hætti til að tryggja stöðuga umbótavinnu. Í gær, fimmtudaginn 24. október, komu saman skólastjórar, deildarstjórar og fulltrúar úr gæðaráðum skólanna til að deila reynslu sinni af innra mati liðins skólaárs, ræða um þá umbótavinnu sem hefur átt sér stað og kynna fyrirhuguð umbótaverkefni komandi skólaárs. Þessi samvera veitir tækifæri til að fá dýpri innsýn í skólastarfið og matið, ásamt því að læra af reynslu hvers annars. Við erum afar stolt af því að fá að vera hluti af þessari þróunarvinnu með Akureyrarbæ og teljum okkur lánsöm að fá nú að leggja verkefnin í hendur gæðastjóra leik- og grunnskóla á fræðslusviði bæjarins. Menntastefna Akureyrarbæjar var birt 2020 og gildir til ársins 2025 en þessi dagur stafestir greinilega að hér eru gæðastarfshættir að festast í sessi! Til hamingju Akureyri með framúrskarandi gæðastarf sem heldur áfram að vaxa og dafna ár frá ári!
Eftir noreply 21 Aug, 2024
Kennsla í norsku og sænsku hefst þann 26. ágúst kl. 15.00 í Tungumálaskólanum sem er fjarskóli fyrir nemendur sem eru undanþegnir dönskunámi. Starfsfólk á vegum skóla og ráðgjafarþjónustunnar Ásgarðs (www.ais.is) sér um kennsluna og alla umsýslu. Tímarnir verða á mánudögum milli klukkan 15.00 og 16.00 fram á vor. Við gerum ráð fyrir að nemendur vinni sjálfstætt á milli kennslustunda og geti vonandi nýtt tímann í skólanum á meðan aðrir nemendur eru í dönsku. Hver nemandi fylgir því skóladagatali sem á við þann skóla sem viðkomandi er skráður í.
Eftir noreply 29 May, 2024
Gæði Ásgarðsskóla, skóla í skýjunum hafa verið staðf est, með ytra mati MMR og auðvitað líka með kerfisbundnu innra mati. Námið í skólanum er í samræmi við stefnu skólans, það er sniðið að persónulegum þörfum nemenda, það er unnið lýðræðislega með nemendum, foreldrum og starfsfólk fær þann stuðning sem þarf og innra mat uppfyllir sett skilyrði.
Fleiri færslur
Share by: