Yfirlýsing vegna aksturs utanvega í Rally Reykjavík 2017 austan Heklu

Akstursíþróttasamband Ísland (AKÍS) og aðildarfélög þess hafa með sér umhverfisstefnu þar sem markmiðið er að gera umhverfisáhrif akstursíþrótta minni og skapa þar sem það er hægt jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag við keppnishald, æfingar og aðra viðburði. Í Fréttablaðinu í dag 18. október 2017 er grein um slæma umgengni vegna keppninnar Rally Reykjavík sem […]

Lesa meira...

Netkosning: Akstursíþróttamaður ársins 2017!

Opnað hefur verið fyrir almenna netkosningu þar sem allir landsmenn geta greitt atkvæði einu sinni. Kosið er um þá keppendur sem keppnisráð útnefndi. Netkosningu lýkur 29, október 2017, tveimur vikum fyrir Formannafund AKÍS og tveir komast áfram af hvoru kyni Verðlaunaaafhending meistaratitla verður 11. nóvember 2017 í sal ÍSÍ.

Lesa meira...

Þolaksturskeppni Kvartmíluklúbbsins

Sunnudaginn 27. ágúst næstkomandi kl. 13:30 fer fram Þolaksturskeppni Kvartmíluklúbbsins á hringakstursbrautinni í Kapelluhrauni. Þar keppa allt að tíu ökutæki í hraðakstri í tvær klukkustundir samfellt. Búast má við fjörugri keppni þar sem reynir á ökumenn og bíla, keppnisáætlun og útsjónarsemi keppenda til að ljúka sem flestum hringjum á þeim tíma sem aksturinn stendur yfir. […]

Lesa meira...

Konurnar bak við myndavélarnar, Brynja Rut Borgarsdóttir

Næsta kona bak við myndavélina heitir Brynja Rut Borgarsdóttir og er 25 ára Hornafjarðarmær. Er henni lýst sem frekar opinni, kátri og hressri stelpu sem óvart ruglaðist inn í torfæruna í gegnum „Team Snáðinn” sem einnig kemur frá Hornafirði. Var það í kringum 2012 en Brynju fannst alltaf eitthvað vanta í þátttöku sína þannig að […]

Lesa meira...

Eldur í keppnisgalla

Frá FIA Sporting ráðstefnunni 2017 Hér sést hversu góð vörn er í þriggja laga Nomex keppnisgalla þegar eldur kemur upp. Keppandi í fullum keppnisklæðnaði. Keppnisgalli, hjálmur, skór, hanskar, undirfatnaður og meira að segja HANS búnaður. Keppandinn er makaður olíu og eldur borinn að. 700°C heitur eldurinn látinn loga í 25 sekúndur. Eftir að slökkt er […]

Lesa meira...

Gullverðlaunahafi og heimsmethafi - afreksþjálfun og markmiðssetning!

Mánudaginn 21. ágúst verður haldinn hádegisfyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík í tilefni af 150 ára afmæli Skotfélags Reykjavíkur. Þar munu margfaldir ólympíu- og heimsmeistarar í skotíþróttum þau Niccolo Campriani og Petra Zublasing halda erindi um ýmsar hliðar skotíþrótta með áherslu á afreksþjálfun og markmiðasetningu. Þrátt fyrir að fyrirlesararnir komi úr röðum skotíþrótta þá eiga fyrirlestrarnir […]

Lesa meira...

ÍSAR í Horizon 2020 verkefni ESB

Ísar ofurjeppahugmynd Ara Arnórssonar og félaga er komin áfram í Horizon 2020 verkefni Evrópusambandsins. AKÍS óskar Ara til hamingju með þennan mikilvæga áfanga! Ísar eru fyrstu farþegabílar heims gerðir frá grunni fyrir 46-54” dekk. Hönnun Ísar er niðurstaða víðtæks samráðs fjölda aðila í ofurjepparekstri og björgun með aðilum í hönnun og smíði. Ísar fást 4, […]

Lesa meira...

Greiðslusíða skráningargjalda

Greiðslusíða skráningargjalda í keppnir AKÍS getur tekið við greiðslum með Visa og Mastercard kreditkortum ásamt Visa, Electron og Maestro debetkortum. Ekki er tekið við American Express kortum og öðrum sem ekki eru talin upp hér á undan. Debetkortaflipi fer að detta út, þar sem bankar (útgefendur debetkorta) eru að gera öll kort með 16 tölustöfum eins […]

Lesa meira...

Einn stærsti akstursíþróttaviðburður ársins!

Laugardaginn 12. ágúst 2017 fer fram afmælishátíð Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar en félagið var stofnað árið 2002 og er því 15 ára. Hátíðin fer fram á akstursíþróttasvæði félagsins við Krýsuvíkurveg og opnar svæðið klukkan 15:00. Dagskrá hefst svo klukkan 15:30 á go kart sýningu en félagar í go kart deild félagsins aka nokkra hringi á brautinni og […]

Lesa meira...

Eftir einn ei aki neinn!

Nú þegar ein stærsta ferðahelgi ársins á Íslandi gengur í garð er rétt að hafa í huga það sem Formula 1 keppandinn Nico Rosberg minnir á að áfengi og akstur fara ekki saman. Alþjóða akstursíþróttasambandið FIA hefur sett af stað átak um öruggari umferð um allan heim. Þannig er nú búið að setja upp sérstök […]

Lesa meira...

Konurnar bak við myndavélarnar, Guðbjörg Ólafsdóttir

Hlutverk kvenna tengdum akstursíþróttum eru margvísleg. Þátttaka kvenna í keppnishaldi hefur vaxið auk þess sem sífellt fleiri konur keppa í hinum ýmsu greinum, nú síðast í torfærunni. Eitt af þeim sviðum sem konur taka virkan þátt í er umfjöllun akstursíþótta, greinaskrif og myndatökur. Aksturíþróttasamband Íslands hefur í ár úthlutað sérstökum myndatökuleyfum tendum þeim akstursíþróttum sem […]

Lesa meira...

FIA: Afturköllun á samþykki Border Mortorseats keppnissætum

FIA tilkynnir að af öryggisástæðum er samþykki eftirfarandi keppnisstaðla, óháð framleiðsludegi eða gildistíma, afturkallað tafarlaust: BORDER MOTORSEATS - SP-4C - CS.213.08 Þar sem ekki er hægt að líta á að þessi sæti uppfylli FIA staðal 8855-1999 er notkun þeirra bönnuð í öllum tilvikum þar sem farið er að framangreindum stöðlum. Sjá nánar hér: Safety Department Note […]

Lesa meira...