Eigandi og framkvæmdastjóri Ásgarðs (AIS ehf) og Í skýjunum ehf. Kristrún er sérfræðingur í kennsluaðferðum, stefnumótun og gæðamálum.
Gunnþór er sérfræðingur Ásgarðs í gæðamálum leik- og grunnskóla. Gunnþór sérhæfir sig í áætlanagerð, stuðning við skólastjórnendur og sveitastjórnarmenn.
Ágústa er ráðgjafi í Ásgarði. Ágústa hefur fjölbreytta reynslu sem kennari og framkvæmdastjóri og námsráðgjafi bæði í grunnskólum og úr atvinnulífinu.
Sigríður Helgadóttir (Sissa) útskrifaðist sem sálfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2019. Hún hefur starfað hjá Farteymi hjá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar frá árinu 2019 og er nú í ársleyfi þaðan. Farteymið tekur að sér ráðgjöf og stuðning vegna hegðunar- og ofbeldisvanda í grunnskólum. Ásamt því hefur hún reynslu af því að flytja fræðsluerindi fyrir starfsfólk grunnskóla. Sissa hefur einnig starfað sem sjálfstætt starfandi sálfræðingur þar sem hún hefur fengið börn og ungmenni í samtalsmeðferð og hefur hún lagt áherslu á meðferð við kvíða, þunglyndi, lágu sjálfsmati, reiðistjórnun ásamt ráðgjöf til foreldra um helstu geð- og taugaþroskaraskanir barna og ungmenna. Hún hefur einnig verið með sálfræðiviðtöl á vegum ungmennahússins Hamarsins sem þjónustar ungmenni á aldrinum 16 - 25 ára.
Sigríður Helgadóttir (Sissa) útskrifaðist sem sálfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2019. Hún hefur starfað hjá Farteymi hjá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar frá árinu 2019 og er nú í ársleyfi þaðan. Farteymið tekur að sér ráðgjöf og stuðning vegna hegðunar- og ofbeldisvanda í grunnskólum. Ásamt því hefur hún reynslu af því að flytja fræðsluerindi fyrir starfsfólk grunnskóla. Sissa hefur einnig starfað sem sjálfstætt starfandi sálfræðingur þar sem hún hefur fengið börn og ungmenni í samtalsmeðferð og hefur hún lagt áherslu á meðferð við kvíða, þunglyndi, lágu sjálfsmati, reiðistjórnun ásamt ráðgjöf til foreldra um helstu geð- og taugaþroskaraskanir barna og ungmenna. Hún hefur einnig verið með sálfræðiviðtöl á vegum ungmennahússins Hamarsins sem þjónustar ungmenni á aldrinum 16 - 25 ára.
© 2022 Ásgarður AIS ehf
Við erum alltaf á vaktinni, Sendu okkur línu eða skilaboð asgardur@ais.is – 8999063