Náms- og starfsráðgjöf

Rafræn náms- og starfsráðgjöf 

Hjá AIS starfa náms- og starfsráðgjafar sem bjóða upp á ráðgjöf fyrir nemendur á öllum skólastigum, fólk í atvinnuleit og aðra áhugasama. Gott er að leita til náms- og starfsráðgjafa ef verið er að velta fyrir sér námi og/eða starfi. Ráðgjöfinni er ætlað að styðja við einstaklinga á hvaða aldri sem er, með það að markmiði að þeir átti sig betur á styrkleikum sínum, færni og áhuga og eigi þannig auðveldar með að ákveða stefnu í námi og/eða starfi. 

Náms- og starfsráðgjafar geta m.a. veitt þér aðstoð varðandi:

  • Upplýsingar um náms-  og atvinnuframboð 
  • Ferilskrá og kynningarbréf
  • Að kanna áhugasvið, færni og persónulega styrkleika með tilliti til náms og starfa.
  • Að efla sjálfstraust, samskipti, samstarfshæfni og aðra persónulega ráðgjöf
  • Að setja þér markmið í námi og starfi

Til að panta tíma í ráðgjöf þarf að óska eftir þjónustu í gegnum Köru Connect á hlekknum hér fyrir neðan. Náms- og starfsráðgjafar setja sig í samband við umsækjendur næsta virka dag eftir að beiðni berst. 

Ráðgjöfin fer fram á netinu en forritið virkar best í Chrome vafranum. Hægt er að nota síma, iPad eða tölvu. Eftir að sambandi milli ráðgjafa og þátttakanda er komið á er hægt að sækja Köru appið

Panta tíma í ráðgjöf – Ráðgjöfin fer fram með Kara Connect 

  • Náms- og starfsráðgjafar Ásgarðs bjóða upp á ráðgjöf fyrir alla sem vilja nýta sér þá þjónustu. Stakt viðtal (40 mínútur) með úrvinnslu/skýrslu er 15.000 kr. 
  • Náms- og starfsráðgjafar Ásgarðs sjá einnig um viðtöl fyrir Vinnumálastofnun en umbjóðendur þeirra hafa rétt á tveimur viðtölum. Ef þú telur þig hafa rétt á viðtali skaltu byrja á að hafa samband við Vinnumálastofnun. 
  • Ásgarður býður einnig upp á fasta samninga við fyrirtæki og sveitarfélög en þá er kveðið á um þá þjónustu í sérstökum samningi. Nemendur á grunnskólaaldri eiga rétt á náms- og starfsráðgjöf samkvæmt lögum um grunnskóla.

Náms- og starfsráðgjafar Ásgarðs 

Frekari upplýsingar eða fyrirspurnir asgardur@ais.is 

Náms- og starfsráðgjafar vinna samkvæmt siðareglum félags náms- og starfsráðgjafa og eru bundnir trúnaði um málefni ráðþega.