Íslenskir nemendur verða að vera skráðir í heimaskóla. Fullt samráð er haft við viðkomandi skóla um útfærslur. Fjölskyldur sem búa erlendis geta nýtt sér þessa þjónustu beint án milligöngu skóla.
Inntökuskilyrði er að undangengnu námskeið. Næsta námskeið verður júní 2023.
Ráðgjafar Ásgarðs útbúa verkefni í samráði við skólann, óskir foreldra, aldur nemenda, áhugasvið og stöðu nemenda í skólanum. Verkefnin eru samþætt og byggja á námsefnissafni Ásgarðs.
Fundir að minnsta kosti mánaðarlega þar sem farið er yfir námsmat og framvindu náms.
Hentar þeim sem vilja taka börn úr skóla en eyða tíma með börnum sínum á ferðalagi – hvort sem um er að ræða innanlands eða utan.
Umsjón Anna María Þorkelsdóttir – annamaria@ais.is
Hægt er að miða við að kostnaðurinn sé um 500.000 kr. fyrir skólaárið.
Fylgist með á Instagram @asgardur_i_skyjunum – #namallsstadar og á blogginu okkar.