Íslenskuþjálfarinn – óháð staðsetningu

komdu með okkur í skýjin

Viltu efla fólkið þitt í að tala íslensku?

Á þessu námskeiði er megináherslan á að þjálfa talað mál. Persónuleg talþjálfun sem byggir á beinum samskiptum og reglulegum æfingum á skjánum og úti í samfélaginu. Tímarnir fara fram á fjarfundum. Námskeiðið er sett saman eftir þörfum hvers og eins og hópsins í heild sinni. Sérsníðum námskeið fyrir fyrirtæki, sé þess óskaði. Aðgangur að nettengdri tölvu eða síma er skilyrði.  

Námsmarkmið:

Auka sjálfstraust, orðaforða og tjáningu starfsfólks í íslensku. Stuðla að því að það eigi auðveldara með að aðlagast og eiga samskipti á vinnustað og taka þátt í íslensku samfélagi. Einstaklingar eru hvattir til samskipta og að vera óhrædd við að reyna að mynda setningar og gera sig skiljanlegan við viðmælandann, bæði varðandi starfstengd málefni og þau sem tengjast daglegu lífi. Veita tækifæri til að tala íslensku í öruggu umhverfi. 

Tímalengd: 20 klst.
Verð:45.000 pr. einstakling (verð miðað við 8 einstaklinga saman í hóp)

Tímalengd40 klst.
Verð: 70.000 pr. einstakling (verð miðað við 8 einstaklinga saman í hóp)

Fjármögnun

Fyrirtæki geta sótt um styrki til fræðslu og þjálfunar úr starfsmenntasjóðum atvinnulífsins. Ýmsir valkostir eru í boði og má nánar lesa um þá í sameiginlegri gátt starfsmenntasjóðanna

Áttinni eru ítarlegar upplýsingar um umsóknarferli, styrki sem eru í boði, reglur og listi yfir fræðsluaðila. Heimasíða https://attin.is/

Við getum leiðbeint ykkur hvaða leið er best að fara til að sækja um styrki fyrir fræðslu starfsfólks. Frekari upplýsingar hjá Hildi Betty Kristjánsdóttur netfang, betty@ais.is sími 663 4822.