Styrkur úr Framfarasjóði Samtaka Iðnaðarins

Skjáskot af frétt SI

Það var með miklu stolit að við þáðum styrk úr Framfarasjóði Samtaka Iðnaðarins í desember. Erla Björk Sveinbjörnsdóttir ein af okkar reyndustu ráðgjöfum tók við styrknum í Reykjavík í desember.

Ásgarður ráðgjöf hlýtur styrk að fjárhæð 6,5 milljónir króna til að þróa leiðbeiningar og viðmið vegna nýsköpunarkennslu grunnskólanemenda með áherslu á að tengja list- og verkgreinar markmiðum grunnskóla undir yfirskriftinni Nýsköpunarskólinn. Félagið starfar nú þegar með um 20 grunnskólum víða um land og mun innleiða þessa aðferðafræði í þeim skólum. Verkefnið snýr að menntun og nýsköpun og hefur breiða skírskotun”. Meira um úthlutun Framfarasjóðs SI.

Við þökkum auðsýnt traust og hlökkum til að bjóða skólum upp á fjölbreyttara efni við að auka samþættinu, sköpun og hlut list- og verkgreina í skólastarfi á Íslandi.

Kristrún Lind Birgisdóttir

Eigandi og framkvæmdastjóri Ásgarðs

Tengdar Greinar