Blogg og greinar
-
Valgreinar á unglingastigi þvert á sveitarfélög
Það er mikilvægt að skrá merka viðburði. Við erum stolt og hrærð yfir því að hafa geta stigið þetta ótrúlega og mikilvæga skref að kenna valgreinar ÞVERT á fámenna skóla á landsbyggðinni. Þetta eykur stærðarhagkvæmni OG þjónustu við ungmenni. Ímyndum okkur að nemendur OG kennarar geti unnið störf við hæfni. Það skiptir kennara líka máli að geta kennt þar sem…
-
Skóli í skýjunum fær starfsleyfi!
18. maí síðastliðinn fékk Ásgarður – skóli í skýjunum leyfi til að starfrækja þróunarskóla á grunnskólastigi alfarið í skýjunum. Leyfið er veitt til þriggja ára. Menntamálastofnun er falið að fylgjast náið með verkefninu á tímabilinu og munu gera heildarúttekt á tilraunatímabilinu. Við í Ásgarði erum stolt og ánægð með það traust sem ráðherra sýnir okkur með því að heimila starfsemi…
-
LÆRVEST – Fær styrk frá Sprotasjóði
Ásdís Snót skólastjóri Patreksskóla, Birna Hannesdóttir skólastjóri Tálknafjarðarskóla, Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir skólastjóri Grunnskóla Bolungarvíkur, Anna Björg Ingadóttir skólastjóri Reykhólaskóla, Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri Grunnskóla Hólmavíkur og í horninu er Kristrún Lind Birgisdóttir ráðgjafi.
-
Námsráðgjöf á netinu
Við hjá Ásgarði sérhæfum okkur í að nýta tæknina til þess að aðlaga alhliða þjónustu- og sérfræðiráðgjöf í menntakerfinu að nýjum veruleika. Framþróun og breytingar í menntamálum kalla á mikla endurskoðun á starfsháttum þeirra sem starfa við uppeldi og menntun. Fyrir skóla- og menntastofnanir sem búa ekki svo vel að geta ráðið til sín náms- og starfsráðgjafa getur fjarþjónusta orðið…
-
Viltu finna fjársjóð? Fjársjóðurinn býr innra með hverjum og einum
Fjársjóðsleit – að bregðast við skólaforðun og bráðgerum nemendum 6 vikna nemendastýrðar lotur þar sem nemendur vinna persónuleg heildstæð verkefni. Hverri lotu lýkur með nemendastýrðu foreldraviðtali. Við lok hverrar lotu metur nemandinn í samráði við kennara og foreldra hvert nemandinn stefnir, hvort hann vilji fara í aðra lotu – aftur í skólann sinn eða halda áfram að vinna að því…
-
Styrkur úr Framfarasjóði Samtaka Iðnaðarins
Það var með miklu stolit að við þáðum styrk úr Framfarasjóði Samtaka Iðnaðarins í desember. Erla Björk Sveinbjörnsdóttir ein af okkar reyndustu ráðgjöfum tók við styrknum í Reykjavík í desember. “Ásgarður ráðgjöf hlýtur styrk að fjárhæð 6,5 milljónir króna til að þróa leiðbeiningar og viðmið vegna nýsköpunarkennslu grunnskólanemenda með áherslu á að tengja list- og verkgreinar markmiðum grunnskóla undir yfirskriftinni Nýsköpunarskólinn.…
-
Hið ljúfa læsi; Ritdómur
Hið ljúfa læsi eftir Rósu Eggertsdóttur frá árinu 2019 er nauðsynleg og eiguleg handbók í bókasafn allra sem sinna kennslu barna og ungmenna. Það eru ekki margar nýjar handbækur sem taka á náms- og kennsluskipulagi grunnskólans og kærkomið að bæta í þá flóru. Það var mér bæði ljúft og skilt að skrifa ritdóm í Tímarit um uppeldli og menntun þegar…
-
Loksins ítarlegur leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi
Mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út í september sl. gagnlegan, ítarlegan en ekki of langan leiðarvísi um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi. Leiðarvísirinn er stuttur og framsetning er einföld. Það skiptir svo miklu máli að kennarar og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi lesi þessar örfáu síður. Á blaðsíðu 19. til 23 er upptalning á hagnýtum atriðum…
-
Ásgarður og Vinnumálastofnun gera samning um náms- og starfsráðgjöf
Í síðustu viku gerðu Ásgarður (AIS ehf) og Vinnumálastofnun með sér samning um að náms- og starfsráðgjafar Ásgarðs myndu sinna ráðgjöf til atvinnuleitenda. Kristrún Lind Birgisdóttir og Soffía Gísladóttir forstöðumaður Vinnumálastofnunnar á Akureyri undirritaðu samninginn. Fyrstu viðtölin hefjast í vikunni. Tveir reynslumiklir náms- og starfsráðgjafar hafa bæst í hóp ráðgjafa Ásgarðs, þær Ágústa Björnsdóttir og Iðunn Kjartansdóttir en tengiliður við…
-
Trappa ráðgjöf verður Ásgarður
Í dag hefur Trappa ehf (Trappa ráðgjöf) formlega fengið nýtt nafn og heitir nú Ásgarður í skýjunum (AIS ehf) með heimasíðuna www.ais.is. Ásgarður verður regnhlíf yfir ráðgjöfina sem var áður í Tröppu ráðgjöf (náms og starfsráðgjöf, úttektir, stefnumótun og fleira), námskeið af ýmsum toga (Íslenskuþjálfarann o.fl.) og Ásgarðsskóla. Starfsfólk og ráðgjafar verða þeir sömu auk þess sem að við munum…