Blogg og greinar
-
Íslenskuþjálfarinn
Frá því snemma árs 2019 hefur starfsfólk Tröppu ráðgjafar (nú Ásgarðs) unnið að því að þróa og prófa fjarnáms- og kennsluleið til þess að þjálfa fólk með annað tungumál en íslensku að móðurmáli í að tala íslensku. Hugmyndin var að bregðast þyrfti við aukinni eftirspurn eftir öðrum leiðum en hefðbundnum íslenskunámskeiðum sem byggja mikið til á bóklegu námi, til að…
-
Kristrún skrifar; Hvernig geta minnstu skólar landsins skarað frammúr?
Af visi.is – Mín skoðun; Kristrún skrifar þann 9. september sl. “Tækifæri felast í því að nýta sameininguna til að koma til móts við þarfir netfæddra barna með markvissu samstarfi og samvinnu allra sem að skólastarfinu koma. Með öðrum orðum, með færri sveitarfélögum gefst tækifæri til þess að búatil nýja stafræna innviði á milli starfsfólks og nemenda í fámennum leik-…
-
“Meira af”og “minna af” við þróun starfshátta í kennslustofunni til einstaklingsmiðaðs náms
Eitt af því sem kemur fram í úttekt um framkvæmd stefnu íslenska ríkisins um menntun án aðgreiningar á Íslandi er mikilvægi þess að kennarar fái stuðning til þess að koma til móts við fjölbreyttar þarfir nemendahópsins í skólum landsins. Við hjá Ásgarði (áður Tröppu ráðgjöf) höfum einsett okkur að styðja kennara við að koma í framkvæmd aðferðum í kennslustofunni sem byggja á…
-
Lýðræði og mannréttindi – tíu beinagrindir að stigvaxandi þemaverkefnum – og nokkrar kennsluáætlanir
Trappa ráðgjöf (nú Ásgarður) og Menntamálastofnun ásamt þremur skólum (Grunnskólanum á Hólmavík, Hörðuvallaskóla og Síðuskóla) hófu vinnu í lok síðasta árs við að gera grunnþáttinn lýðræði og mannréttindi sýnilegri í skólastarfi. Einn liður í því var að við myndum skrifa saman kennsluáætlanir að tíu þemaverkefnum undir grunnþættinum og gera þannig tilraun til þess að leggja fram að minnsta kosti eitt gott dæmi…
-
Ávísun á brotthvarf úr framhaldsskólum?
Vinur minn er 16 ára og nýbyrjaður í framhaldsskóla – hann telur dagana þar til hann fær bílpróf og eyðir þar af leiðandi tölvert af sínum tíma í að skoða bílaauglýsingar. Hann talar um hestöfl og dekkjastærðir og meðalhraða og síðan tekur við einhver runa um þýskt gæðastál og ryðvarnir – tungumál sem ég tengi afar lítið við. Eftir góðan…
-
Af því að börnin okkar eru öll stórkostleg – byggjum á styrkleikum þeirra
Við brennum fyrir einstaklingsmiðuðu/sérsniðnu námi, okkar leiðarljós í öllu okkar starfi hvetjum við til þess að í auknum mæli velji skólar aðferðir sem eru líklegri en aðrar til þess að koma betur til móts við þarfir nemenda helst á heildstæðan máta. Nánast allt í lífi barna og ungmenna í dag er einstaklingsmiðað/sérsniðið. Þau horfa á sérsniðna dagskrá í sjónvarpinu, þau velja sér íþróttir…
-
Drepur skriftarkennsla sköpun?
Ég velti þessu fyrir mér þegar ég horfi á meðfylgjandi mynd. Sonur minn hann Tómas hóf skólagöngu sína þegar hann var 5 ára. Hann var þá eins og flest börn á hans aldri búinn að fara í gegnum leikskóla þar sem lögð var áhersla á að kynnast helstu hljóðum, bókstöfum og tölustöfum – allt í gegnum leik í afslöppuðu og…
-
Kennslustofan; Hólmavík – Akureyri – Hofgarður – New York
Við í ráðgjafahópi Ásgarðs (áður Tröppu) erum svo heppin að vera með fjölbreytta innsýn inn í skólastarf – allt frá stefnumótun niður í hjartað á öllu skólastarfi – kennsluna sjálfa. Í vikunni átti sér stað tímamótaverkefni með skemmtilegri samvinnu milli unglinga tveggja lítilla skóla á landsbyggðinni; Grunnskólans í Hofgarði í Öræfasveit og Grunnskólans í Hólmavík. Þeir 672 kílómetrar sem skilja þessa tvo skóla að voru engin…
-
A, B, C….. Sprengjugerð!
Af hverju er ekki hægt að gefa einkunnir í tölustöfum lengur? Er A það sama og 10? Er hægt að fá A? Er hægt að nota bæði bókstafi og tölustafi við námsmat? Nei, það er ekki hægt að umreikna tölulegt námsmat yfir í hæfnimiðað nám og námsmat. Og til þess að útskýra málið skulum við tala um sprengjugerð. Í hefðbundinni…
-
Ráðgjöfin er að stækka – fleirum gefst kostur á að vera með
Við hjá Tröppu ráðgjöf horfum fram á veginn og höfum hafið undirbúning að næsta skólaári. Við höfum fjölgað ráðgjöfum og getum tekið að okkur verkefni og þjónustu fyrir fleiri sveitarfélög frá 1. ágúst 2018. Í okkar vinnu er áherslan yfirleitt að renna styrkum stoðum undir skólastarf með því koma fram með leiðir sem einfalda störf í skólunum svo starfsfólk skólanna…