“Meira af”og “minna af” við þróun starfshátta í kennslustofunni til einstaklingsmiðaðs náms

Eitt af því sem kemur fram í úttekt um framkvæmd stefnu íslenska ríkisins um menntun án aðgreiningar á Íslandi er mikilvægi þess að kennarar fái stuðning til þess að koma til móts við fjölbreyttar þarfir nemendahópsins í skólum landsins. Við hjá Ásgarði (áður Tröppu ráðgjöf) höfum einsett okkur að styðja kennara við að koma í framkvæmd aðferðum í kennslustofunni sem byggja á styrkleikum hvers og eins og auðvelda framkvæmd skapandi hæfnimiðaðs náms í skólum. Þessi einfaldi listi kemur úr bókinni “Making PYP happen; A curriculum framework for international primary education”. IB 2009 – en fjölmargt gagnlegt efni er að finna í innleiðingarheftum sem fylgja með IB námskránni. Á meðan að íslenskir grunn- og framhaldsskólakennarar hafa ekki fengið innleiðingarhefti með Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011 höfum við einsett okkur að reyna að styðja við kennara, foreldra, skólastjórnendur og stjórnvöld við að finna til efni sem miðar að því að styðja við framkvæmd einstaklingsmiðaðs náms og menntun án aðgreiningar – þýða efni og staðfæra og styðja skref fyrir skref til þess að börnin okkar allra fái þjónustu við hæfi. 

Listinn er hagnýtur og stuttur en skipt upp eftir greinum. Hafið í huga að sund og verkgreinar eru yfirleitt utan skóla í mörgum erlendum námskrá og samfélagsfræði er í raun félagsvísindi – en allir kennarar ættu að geta tengt við sína eigin starfshætti og komið auga á einfaldar hagnýtar leiðir til þess að koma betur til móts við fjölbreyttar þarfir í kennslustofunni.

Með von um að þetta komi sem flestum að gagni við skipulag vetrarins.

Lauslega þýtt – allar góðar ábendingar þegnar.

Kristrún Lind Birgisdóttir

Sérfræðingur í kennsluaðferðum og framkvæmdastjóri Ásgarðs (áður Tröppu ráðgjafar)

Skjalið er hér – ekki hika við að búa til eigið eintak og gera að vinnuskjali fyrir þig. Skjalið verður uppfært eftir því sem ábendingar berast. 

Tengdar Greinar