Námsmat einfaldað

Við höfum verið að ráðleggja skólum víða um land varðandi námsmat. Eins og allir vita er aðalnámskrá grunnskóla opin að vissu leyti fyrir mismunandi túlkunum, en það er þó ekki hægt að leggja sama skilning í námsmatið sjálft. Það eru vel skilgreind viðmið í námsskránni sem nemendur eiga að geta uppfyllt þegar kemur að lokum 10. bekkjar. Hér fyrir neðan eru matsviðmið í samfélagsgreinum:

Eins og sést, þá er þetta ekkert gríðarlega flókið en það er hlutverk kennara að tryggja að nemendur hafi haft tækifæri til að vinna með þessi atriði og að þeir hafi haft næg tækifæri til að efla hæfnina sem þarna er nefnd.

Það sem gerir námsmatið flókið eru hæfniviðmiðin en þeirra hlutverk er að aðstoða kennara að vinna með þau atriði sem þarna koma fram.

Uppáhalds hæfniviðmið einhverra í samfélagsgreinum er: Nemandi getur ígrundað víxlverkun samfélags, stjórnmála, náttúru, trúar og lífsviðhorfa í tímans rás, í samhengi nærsamfélags og hnattvæðingar. Það er alls ekki augljóst hvort að þetta sé metanlegt hæfniviðmið miðað við matsviðmiðin en vissulega er þetta hugmynd að því hvernig hægt væri að sýna nemendum fram á tengsl utanaðkomandi atriða og áhrifa þeirra á manninn.

Okkar ráðleggingar liggja alltaf í því að nota ekki matstáknin A-D nema til að meta hæfnikortin og þá í samræmi við ofangreindan texta. Fái nemandi rautt /D námsmat fyrir fyrrgreint hæfniviðmið, eru nokkur önnur undir samfélagsgreinunum sem gætu samt sýnt fram á að nemandi hafi hæfnina sem teljist til B hæfni (hæfni náð). Auðvitað geta skólar skilgreint ákveðin matsviðmið út frá þessum, fyrir ákveðinn aldur, verkefni eða fög en það er erfitt að sjá hvernig að hægt sé að rökstyðja að nemandi hafi t.d. C hæfni fyrir verkefni sem byggir á samþættingu faggreina.

Í vinnu með nemendum hefur komið fram að þeir tengja ekki kennsluna sem þeir fá úr námsbókum í samfélagsgreinum við hæfniviðmiðin eða matsviðmiðin sem þarna eru nefnd. Ef að nemendur eru spurðir og þeir sjá ekki tenginguna, er ljóst að það þurfi að endurskoða eitthvað. Ef að kennari vill meina að hann sé að þjálfa þá hæfni sem verður metin við lok 10. bekkjar, þá eru námsmarkmiðin ekki nógu skýr eða sýnileg nemendum. Ef að kennari heldur að hann sé að uppfylla kröfurnar af því að hann er að nota bækur frá Menntamálastofnun, þá er hann á villigötum. Hlutverk Menntamálastofnunar er að gefa út bækur sem verða ítarefni í kennslu, en eiga ekki að stýra kennslu. Eins og einn sérfræðingur þeirra stofnunnar hefur sagt við okkur, þá kenna þessar bækur sig ekki sjálfar. Kennarar eru sérfræðingar, þeir taka það sem þeir þeir vilja úr bókunum og verða alltaf að hafa í huga að nemendur eiga að hafa ákveðna hæfni við lok grunnskóla sem er vel skilgreind í matsviðmiðunum.

Anna María Þorkelsdóttir

Sérfræðingur í námsmati

Tengdar Greinar