Blogg og greinar
-
Lærissneið – Einangrun valgreina rofin
Lærissneið – Múrarnir rofnir Við sem erum alin upp í fámennum grunnskólum vitum að það eru bæði kostir og gallar sem fylgja því að hrærast í fámennu skólasamfélagi. Kostnir eru yfirleitt mjög margir en það getur verið erfitt að koma til móts við fjölbreyttar þarfir barna til dæmis er varðar aðgang að valgreinum og sérhæfðari námsgreinar. Ég man eftir því…
-
Kristrún hjá Kristjáni á Sprengisandi
Kristrún brá sér í stúdíó á Bylgjunni ásamt Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur forstöðumaður hjá SA þar sem Kristján Kristjánsson tók á móti þeim. Við ræddum um stafrænt menntakerfi og tækifæri sem skapast við stafræna þróun í menntamálum og hvernig tækni og góður grunnur getur orðið til þess að umbreyta starfsumhverfi kennara og námi barna og fullorðinna. Þessi þáttu er upphitun fyrir…
-
Sköpun og leiðsagnarnám í Bolungarvík
Við í Ásgarði erum stolt af samstarfi okkar við skóla víða um land. Síðan í haust hefur margt breyst hjá okkar samstarfsskólum og er það ekki síst skapandi og skemmtileg verkefni í bland við skýr tengsl við markmið aðalnámskrá og leiðsagnarnám sem hafa haft þau áhrif. Verkefnin okkar byggja öll á samþættingu faggreina, sköpun og mörg þeirra á samvinnu nemenda…
-
Náms- og verkefnabækur – við getum gert betur
Fyrir um tveimur árum skrifaði Rósa Eggertsdóttir læsissérfræðingur mjög góða grein sem birtist í Stundinni og hét Um inniviði og 16.000 kennslustundir. Það er óhætt að mæla með lestri þessarar greinar sem fjallar um slaka útkomu ungmenna okkar í Pisa könnunum. Það er eitt og annað sem þarf að ræða betur eða ítarlegra sem kemur fram þarna eins og mikilvægi…
-
Námsmat einfaldað
Við höfum verið að ráðleggja skólum víða um land varðandi námsmat. Eins og allir vita er aðalnámskrá grunnskóla opin að vissu leyti fyrir mismunandi túlkunum, en það er þó ekki hægt að leggja sama skilning í námsmatið sjálft. Það eru vel skilgreind viðmið í námsskránni sem nemendur eiga að geta uppfyllt þegar kemur að lokum 10. bekkjar. Hér fyrir neðan…
-
Styrkur vegna heimaskóla – Iceland Lichenstein Norway grants
Nú í desember fengu við þær gleðifréttir að við fengum veglegan styrk til að búa til heimaskóla í samvinnu og samstarfi við tvo pólska skóla og eina ráðgjafaþjónustu. Verkefnið gegnur út á að þróa, prófa og útfæra heimaskóla í samvinnu og samstarfi við foreldra á Póllandi og á Íslandi. Með tilraunaskólaleyfi skóla í skýjunum og tilkomu Námsgagnatorgsins getum við gert…
-
Nýr skólastjóri Ásgarðs – skóla í skýjunum
Esther Ösp Valdimarsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Ásgarðs – skóla í skýjunum. Hún tekur við starfinu í dag 1. desember. Esther er með MA í mannfræði með áherslu á börn og kynjafræði auk kennsluréttinda. Esther hefur áratuga reynslu af vinnu með ungmennum, í félagsmiðstöðvum og í kennslu og barnavernd svo fátt eitt sé nefnt. Esther hefur starfað að rannsóknum á…
-
Byggðaráðstefnan 2021; Skóli í skýjunum – skóli á jörðu niðri
Kristrún flutti erindi á Byggðaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga og Byggðastofnunnar 27. október 2021. Erindi Kristrúnar fjallaði um skólastarf og byggðamál. Yfirskrift ráðstefnunnar var Menntun án staðsetningar en ráðstefnan fór fram á Hótel Kötlu, Höfðabrekku í Mýrdal. Ráðstefnuna í heild sinni má sjá hér. https://www.byggdastofnun.is/is/moya/page/byggdaradstefnan-2021 og glærur Kristrúnar er að finna hér.
-
Ásgarður – Erindi á morgunverðarfundi Sambands Íslenskra sveitarfélaga. Erum við á réttu róli með skólann?
Kristrún flutti erindi á morgunverðafundi Sambandsins um skólamál. Umræða sem hófst fyrir ári síðan á skólamálaþingi sambandsins.
-
Read aloud STEM
Það heyrist oft í umræðunni að ástæða þess að drengir hafi slakan lesskilning sé að þeir lesi ekki nóg. Fyrir ansi mörgum árum fékk ég spurningu frá föður eins nemandans í umsjónarbekknum um hvernig væri hægt að bæta árangur hans á lesskilningsprófum. Ég nefndi að eina leiðin væri að lesa texta, lesa bækur eða tímarit. Faðirinn svaraði því til að…