Trappa ráðgjöf verður Ásgarður

Í dag hefur Trappa ehf (Trappa ráðgjöf) formlega fengið nýtt nafn og heitir nú Ásgarður í skýjunum (AIS ehf) með heimasíðuna www.ais.is. Ásgarður verður regnhlíf yfir ráðgjöfina sem var áður í Tröppu ráðgjöf (náms og starfsráðgjöf, úttektir, stefnumótun og fleira), námskeið af ýmsum toga (Íslenskuþjálfarann o.fl.) og  Ásgarðsskóla.

Starfsfólk og ráðgjafar verða þeir sömu auk þess sem að við munum áfram eiga öflugt samstarf við sérfræðinga Tröppu þjálfunar.

Ráðist var í nafnabreytingu meðal annars vegna þess að það hefur valdið ruglingi að hafa tvö félög Tröppu – þjónustu og ráðgjöf. Kristrún Lind er nú einn eigandi að Ásgarði og Þorbjörg Helga einbeitir sér uppbyggingu Köru Connect.

Stofnun Ásgarðsskóla varð líka til þess að eðlilegt var að ráðgjöfin ætti líka heima í Ásgarði sem væri þá heimavöllur helstu verkefna og pláss væri fyrir meiri sveigjanleika s.s. Íslenskuþjálfarann, námskeiðahald – náms- og starfsráðgjöf og margt fleira.

Heimasíða Ásgarðs www.ais.is er að taka á sig mynd og við biðjum viðskiptavini okkar að sýna okkur biðlund og umburðalyndi ef hlekkir virka ekki og ef eitthvað fellur á milli skips og bryggju í tölvupóstsamskiptum. Það leysist með tímanum.

Með von um áframhaldandi gott samstarf

Kristrún Lind Birgisdóttir – framkvæmdastjóri og eigandi Ásgarðs

Tengdar Greinar