Grunnskóli
-
Hið ljúfa læsi; Ritdómur
Hið ljúfa læsi eftir Rósu Eggertsdóttur frá árinu 2019 er nauðsynleg og eiguleg handbók í bókasafn allra sem sinna kennslu barna og ungmenna. Það eru ekki margar nýjar handbækur sem taka á náms- og kennsluskipulagi grunnskólans og kærkomið að bæta í þá flóru. Það var mér bæði ljúft og skilt að skrifa ritdóm í Tímarit um uppeldli og menntun þegar…
-
Loksins ítarlegur leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi
Mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út í september sl. gagnlegan, ítarlegan en ekki of langan leiðarvísi um stuðning við móðurmál og virkt fjöltyngi í skóla- og frístundastarfi. Leiðarvísirinn er stuttur og framsetning er einföld. Það skiptir svo miklu máli að kennarar og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi lesi þessar örfáu síður. Á blaðsíðu 19. til 23 er upptalning á hagnýtum atriðum…
-
Látum tannhjólin snúast!
Tannhjólið Í vor fengum við í Ásgarði styrk frá SSNE til að vinna kennsluáætlun eða handbók fyrir kennara til að stuðla að því að auka vægi verkgreina og valgreina í grunnskólum með samþættinu og sköpun. Tannhjólið átti reyndar upprunalega að heita Frostrósin en sem vék fyrir betra nafni. Nú er fyrsta útgáfan af Tannhjólinu tilbúin og ráðgjafarnir okkar eru nú…
-
Ásgarður – Erindi á morgunverðarfundi Sambands Íslenskra sveitarfélaga. Erum við á réttu róli með skólann?
Kristrún flutti erindi á morgunverðafundi Sambandsins um skólamál. Umræða sem hófst fyrir ári síðan á skólamálaþingi sambandsins. Kristrún Lind Birgisdóttir Skólastjóri Ásgarðs
-
Hvernig varð skólinn Ásgarður til?
Síðast liðin þrjú ár höfum við hjá Tröppu skólaþjónustu kennt nemendum í nokkrum fámennum skólum á landinu. Í gegnum þá vinna hefur skapast dýrmæt reynsla við að útfæra aðalnámskrá grunnskóla í gegnum fjarnám og kennslu. Nú hefur fjarkennslan verið klofin út úr skólaþjónustunni og skólinn Ásgarður er orðinn að veruleika. Það lá ekki alveg beint við að opna skóla sem væri…
-
Lýðræði og mannréttindi – tíu beinagrindir að stigvaxandi þemaverkefnum – og nokkrar kennsluáætlanir
Trappa ráðgjöf (nú Ásgarður) og Menntamálastofnun ásamt þremur skólum (Grunnskólanum á Hólmavík, Hörðuvallaskóla og Síðuskóla) hófu vinnu í lok síðasta árs við að gera grunnþáttinn lýðræði og mannréttindi sýnilegri í skólastarfi. Einn liður í því var að við myndum skrifa saman kennsluáætlanir að tíu þemaverkefnum undir grunnþættinum og gera þannig tilraun til þess að leggja fram að minnsta kosti eitt gott dæmi…
-
Af því að börnin okkar eru öll stórkostleg – byggjum á styrkleikum þeirra
Við brennum fyrir einstaklingsmiðuðu/sérsniðnu námi, okkar leiðarljós í öllu okkar starfi hvetjum við til þess að í auknum mæli velji skólar aðferðir sem eru líklegri en aðrar til þess að koma betur til móts við þarfir nemenda helst á heildstæðan máta. Nánast allt í lífi barna og ungmenna í dag er einstaklingsmiðað/sérsniðið. Þau horfa á sérsniðna dagskrá í sjónvarpinu, þau velja sér íþróttir…
-
Drepur skriftarkennsla sköpun?
Ég velti þessu fyrir mér þegar ég horfi á meðfylgjandi mynd. Sonur minn hann Tómas hóf skólagöngu sína þegar hann var 5 ára. Hann var þá eins og flest börn á hans aldri búinn að fara í gegnum leikskóla þar sem lögð var áhersla á að kynnast helstu hljóðum, bókstöfum og tölustöfum – allt í gegnum leik í afslöppuðu og…
-
Kennslustofan; Hólmavík – Akureyri – Hofgarður – New York
Við í ráðgjafahópi Ásgarðs (áður Tröppu) erum svo heppin að vera með fjölbreytta innsýn inn í skólastarf – allt frá stefnumótun niður í hjartað á öllu skólastarfi – kennsluna sjálfa. Í vikunni átti sér stað tímamótaverkefni með skemmtilegri samvinnu milli unglinga tveggja lítilla skóla á landsbyggðinni; Grunnskólans í Hofgarði í Öræfasveit og Grunnskólans í Hólmavík. Þeir 672 kílómetrar sem skilja þessa tvo skóla að voru engin…
-
Framúrskarandi skólar – árangur umfram væntingar
Það er óumdeilt að við eigum mikið af gögnum og upplýsingum um að við getum gert betur þegar kemur að því að mennta börnin okkar. Heimurinn breytist hratt en skólakerfið hægt. Tæknin valtar yfir okkur á hraða sem hugur okkar nær ekki utan um. En þrátt fyrir krefjandi aðstæður, og okkur finnist sem þátttakendum að jörðin sé á hreyfingu undan…