Greinar
-
Ráðgjöfin er að stækka – fleirum gefst kostur á að vera með
Við hjá Tröppu ráðgjöf horfum fram á veginn og höfum hafið undirbúning að næsta skólaári. Við höfum fjölgað ráðgjöfum og getum tekið að okkur verkefni og þjónustu fyrir fleiri sveitarfélög frá 1. ágúst 2018. Í okkar vinnu er áherslan yfirleitt að renna styrkum stoðum undir skólastarf með því koma fram með leiðir sem einfalda störf í skólunum svo starfsfólk skólanna…
-
Framúrskarandi skólar – árangur umfram væntingar
Það er óumdeilt að við eigum mikið af gögnum og upplýsingum um að við getum gert betur þegar kemur að því að mennta börnin okkar. Heimurinn breytist hratt en skólakerfið hægt. Tæknin valtar yfir okkur á hraða sem hugur okkar nær ekki utan um. En þrátt fyrir krefjandi aðstæður, og okkur finnist sem þátttakendum að jörðin sé á hreyfingu undan…
-
Skera hausinn af?
Það var gaman að fylgjast með Silfrinu á sunnudaginn, menntamálin í forgrunni og nú að miklu leyti vegna skýrslu sem kom út fyrir ári síðan frá Evrópumiðstöð um nám án aðgreiningar og sérþarfa. Mjög merkilegt plagg sem nú er mikið fjallað um því skýrslan kom nýlega út á íslensku (en skýrslan kom út á ensku fyrir ári síðan). Þorbjörg Helga stóð sig frábærlega og náði að fara…
-
Fjarkennsla á grunnskólastigi
Við hjá Tröppu erum þeirra gæfu aðnjótandi að fá að taka þátt í lífi nokkurra unglinga sem búa í einu af afskekktasta sveitarfélagi landsins en 60% af þeirra kennslu og námi fer fram frá skrifstofunni okkar á Akureyri í rúmlega 500 km fjarlægð frá skólanum þeirra. Á hverjum degi hljóma samræður og glímur daglegra viðfangsefna í litlum sveitarskóla í mínum…
-
Óskalisti kennara
Í vor fór af stað verkefni sem í daglegu tali nefndist Bókun 1. Orðið sem slíkt hefur enga merkingu í huga flestra en varðaði gerð kjarasamninga grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga og starfsumhverfi kennara og vinnumats í grunnskólum. Sveitarfélögin áttu í kjölfarið ítarlegt samtal við sína kennara og fengu þá til þess að leggja mat á starfsumhverfið í víðu samhengi…