Fréttir
-
Ásgarður og Vinnumálastofnun gera samning um náms- og starfsráðgjöf
Í síðustu viku gerðu Ásgarður (AIS ehf) og Vinnumálastofnun með sér samning um að náms- og starfsráðgjafar Ásgarðs myndu sinna ráðgjöf til atvinnuleitenda. Kristrún Lind Birgisdóttir og Soffía Gísladóttir forstöðumaður Vinnumálastofnunnar á Akureyri undirritaðu samninginn. Fyrstu viðtölin hefjast í vikunni. Tveir reynslumiklir náms- og starfsráðgjafar hafa bæst í hóp ráðgjafa Ásgarðs, þær Ágústa Björnsdóttir og Iðunn Kjartansdóttir en tengiliður við…
-
Trappa ráðgjöf verður Ásgarður
Í dag hefur Trappa ehf (Trappa ráðgjöf) formlega fengið nýtt nafn og heitir nú Ásgarður í skýjunum (AIS ehf) með heimasíðuna www.ais.is. Ásgarður verður regnhlíf yfir ráðgjöfina sem var áður í Tröppu ráðgjöf (náms og starfsráðgjöf, úttektir, stefnumótun og fleira), námskeið af ýmsum toga (Íslenskuþjálfarann o.fl.) og Ásgarðsskóla. Starfsfólk og ráðgjafar verða þeir sömu auk þess sem að við munum…
-
Íslenskuþjálfarinn
Frá því snemma árs 2019 hefur starfsfólk Tröppu ráðgjafar (nú Ásgarðs) unnið að því að þróa og prófa fjarnáms- og kennsluleið til þess að þjálfa fólk með annað tungumál en íslensku að móðurmáli í að tala íslensku. Hugmyndin var að bregðast þyrfti við aukinni eftirspurn eftir öðrum leiðum en hefðbundnum íslenskunámskeiðum sem byggja mikið til á bóklegu námi, til að…