Nýr skólastjóri Ásgarðs – skóla í skýjunum

Esther Ösp Valdimarsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Ásgarðs – skóla í skýjunum. Hún tekur við starfinu í dag 1. desember. Esther er með MA í mannfræði með áherslu á börn og kynjafræði auk kennsluréttinda. Esther hefur áratuga reynslu af vinnu með ungmennum, í félagsmiðstöðvum og í kennslu og barnavernd svo fátt eitt sé nefnt. Esther hefur starfað að rannsóknum á högum ungmenna út frá kynjuðu sjónarhorni. Hún hefur holtið hvatningarverðlaun fyrir framlag til menningarmála og er óþreytandi í að leggja sig fram um að breyta tækifærum ungs fólks svo um munar. 

Við óskum Esther til hamingju og hlökkum til að vinna með henni að því að gjörbreyta aðgengi barna að námi.

Tengdar Greinar